#
×

Leiðbeiningar um efnisorðagjöf


Posted by: berglind

Efnisorðaráð og skráningarráð Gegnis hafa tekið saman leiðbeiningar um efnisorðagjöf í Gegni. Efnisorðagjöf er mjög huglægur hluti skráningar og ólíklegt að tveir skrásetjarar lykli sama viðfangið á nákvæmlega sama hátt. Efnisorð eru mjög mikilvægur hluti skráningarfærslu því þau eru oft aðgengispunktur notenda að viðfanginu. Því er mikilvægt að hafa samræmt verklag við lyklun í bókfræðigrunninum.  Leiðbeiningarnar draga saman það sem þarf að hafa í huga þegar verið er að gefa efnisorð við skráningu í Gegni.

Endilega kynnið ykkur leiðbeiningarnar hér: Efnisorðagjöf í Gegni

Hlekk á leiðbeiningarnar má finna á öllum 6XX síðum Handbókarinnar.

Posted by: berglind
Mar 25, 2025
Síðast breytt: 17.11.23