#
×

Tölvuleikir - skráningarleiðbeiningar og sameiginlegt færslusnið


Posted by: hallfridurk

Nýr sérkafli sem inniheldur leiðbeiningar um skráningu tölvuleikja eru nú kominn í handbókina. Aðrir kaflar hafa verið uppfærðir í samræmi við þessar nýju leiðbeiningar og dæmi færð inn þar sem við á.

Nýtt sameiginlegt færslusnið, *tölvuleikur, hefur einnig verið vistað í lýsigagnaritli Gegnis.
Athugið að færslusniðið inniheldur gildi í sviðum 007, 008, 300 og 338 fyrir tölvudiska. Þeim þarf að breyta við skráningu leikja sem eru vistaðir á tölvukubbum eða á vef.  

Posted by: hallfridurk
Dec 28, 2023
Síðast breytt: 17.11.23