#
×

Gagnasett (kit) - nýjar leiðbeiningar og færslusnið


Posted by: hallfridurk

Í handbókinni eru nú komnar sérstakar skráningarleiðbeiningar sem eiga við um færslur fyrir svokölluð gagnasett (kit). Gagnasett eru samsettir útgáfupakkar sem innihalda tvo eða fleiri hluti af sitthvorri efnistegundinni og allir teljast jafn mikilvægir hlutar settsins. Algengast er að sjá kennsluefnispakka gefna út sem gagnasett. 

Athugið að samsett útgáfa þar sem einn hluti telst aðalhluti hans en aðrir fylgiefni (t.d. ef límmiðaspjald fylgir bók) eða þar sem allir hlutar settsins eru af sömu efnistegund (t.d. þrír mynddiskar), teljast ekki vera gagnasett.

Sjá nánar um gagnasett

Aðrir kaflar handbókarinnar hafa verið uppfærðir í samræmi og nýtt sameiginlegt færslusnið, *gagnasett, er komið í Gegni

 

  

Posted by: hallfridurk
Dec 14, 2023
Síðast breytt: 17.11.23