#
×

Uppfærðar leiðbeiningar um greiniskráningu


Posted by: hallfridurk

Leiðbeiningar um greiniskráningu hafa verið fluttar til í Handbók skrásetjara og eru nú að finna undir kaflanum
Skráning - > Skráningarleiðbeiningar -> Greiniskráning

Leiðbeiningarnar hafa verið uppfærðar og aukið við bæði texta og skjámyndir þar sem þörf var á. Í kaflanum eru tenglar á þau sýnidæmi sem voru fyrir í handbókinni.
Sérstaklega má benda á eftirfarandi:
Gerið ekki nýja færslu fyrir grein/bókarkafla sem þegar hefur komið út í öðru tímariti eða á öðru útgáfuformi (t.d. prentuð grein sem þegar hefur verið gefin út rafrænt og skráð þannig). Komi bókarkafli/tímaritsgrein/stakt lag í albúmi út á fleiri en einu útgáfuformi er upprunaleg skráningarfæsla fyrir kafla/grein/lag uppfærð…
https://hask.landsbokasafn.is/index.php?page=greiniskraning

 

Posted by: hallfridurk
Jun 26, 2023
Síðast breytt: 17.11.23