#
×

Svið 039 ekki lengur notað - notið svið 939 fyrir Íslenska útgáfuskrá og aðra kóða


Posted by: hallfridurk

Svið 039 virkar ekki sem skyldi í Ölmu.  

Til þess að bregðast við því þurfum við að taka upp nýtt staðbundið marksvið: 939 fyrir Íslenska útgáfuskrá og alla þá kóða sem áttu heima í 039

Vísar, deilisvið og allar leiðbeiningar um notkun haldast óbreyttar að sinni

 

Leiðbeiningar í Handbók skrásetjara hafa verið uppfærðar og dæmasafni verður bætt við bráðlega.

Sameiginlegu *stjörnumerktu færslusniðin í skráningarviðmótinu hafa einnig verið uppfærð. 

Ef þið hafið vistað eigin færslusnið sem inniheldur svið 039, miðlægt eða í persónulegu möppunum ykkar þarf að uppfæra þau í samræmi við þessar breytingar.

 

Allar upplýsingar sem nú þegar eru í sviði 039 verða afritaðar yfir í svið 939, þannig að engin gögn tapast við þessar breytingar.

Á næstu dögum má búast við að kerfið gefi villumeldingu ef þið reynið að vista færslur sem inniheldur svið 039

Posted by: hallfridurk
Sep 23, 2022
Síðast breytt: 17.11.23