#
×

Breytingar á sviði 024 og 856


Posted by: kristinlilja

Nú er allt að fara að rúlla af stað í skráningu í nýja Gegni eftir sumarfrí. Landskerfi mun bjóða upp á skráningarstuðning nokkrum sinnum á næstu vikum og skrásetjarar eru hvattir til að sækja þau námskeið til að koma sér af stað í vinnu við skráningu í nýja Gegni.

Við höfum þurft að breyta ýmsu í MARC færslum eftir flutninginn yfir í nýja kerfið, margar þessara breytinga hafa þegar verið tilkynntar bæði á Vöndu og hér í Haskinu. En hér koma tvö atriði til viðbótar sem hafa þarf í huga:
Svið 024: Í Aleph var notaður fyrri vísir 1 fyrir samræmd vörunúmer (strikamerki) en í Ölmu þurfum við að nota fyrri vísi 3.
Svið 856: Ekki er lengur þörf á deilisviði 4. 

Leiðbeiningar í Haskinu og öll sameiginleg færslusnið hafa verið uppfærð miðað við þetta. Endilega nýtið ykkur Haskið við skráningu en hér eru góðar leiðbeiningar og fullt af fróðleik um vinnu í nýja Gegni.

Posted by: kristinlilja
Aug 10, 2022
Síðast breytt: 17.11.23