#
×

Skráning í nýja Gegni í sumar


Posted by: hallfridurk

Það er að komast mynd á skráningu í nýja Gegni. Enn eru þó atriði sem eftir á að finna lausnir á og samstilla fyrir safnakjarnnana.
Þeir skrásetjarar sem ekki hafa þegar setið skráningarstuðningsfundi hjá Kristínu Lilju/Landskerfi eru því beðnir að bíða með að nýskrá bókfræðifærslur inn í kerfið. Það verða sett á námskeið um skráningarþáttinn fljótlega eftir sumarleyfi. Þið fáið skilaboð um leið og kennsluáætlun og dagsetningar eru tilbúnar. 

Til upprifjunar fyrir ykkur, sem sátuð skráningarfund og eruð komin í stellingar, er hér upptaka af einum fundinum: https://youtu.be/fQfAr637LlY
Hafið í huga eftirfarandi atriði:

Bætið ekki nýjum bókfræðifærslum í kerfið með því að nota aðgerðina: Viðföng -> Búa til safnskrá -> Bæta við eintaki á áþreifanlegu formi
(Resources -> Create inventory -> Add physical item)
Þessi aðgerð býr til bókfræðifærslu sem ekki er rekjanleg og inniheldur svið sem við notum ekki. Fylgið aðferðinni sem var sýnd á fundunum/upptökunni

Svið 082 í bókfræðifærslu er forsenda þess að það verði til staðsetningarmerki í forðafærslu og á kjalmiða
Það er því mikilvægt að gefa nýrri færslu fyrir áþreifanlegt efni, flokkstölu í svið 082. Það hjálpar þeim söfnum sem ekki geta nýskráð eða unnið með færslur í bókfræðigrunninum en þurfa að bæta við eintökum til útláns í sumar. Það væri vel þegið ef þau ykkar sem alla jafna notið ekki DDC kerfið eða svið 082, mynduð í sumar færa inn flokkstöluna 813 í svið 082 ef þið nýskráið skáldsögur. Þetta endurskoðum við svo, og finnum betri lausn um leið og færi gefst og smærri söfn eru orðin vön að sýsla með forðafærslur

Nýskráðar greinifærslur sjást enn sem komið er, ekki sem hluti af safneign safnakjarna. Þær eru eingöngu finnanlegar í landskjarna. Þetta á við bæði um Ölmu og Primo. Við erum að vinna í lausn á þessu og þegar hún er komin, munu titlar verða leitarbærir í safnakjörnum og tengsl við móðurfærslur greinilegri.

Posted by: hallfridurk
Jul 6, 2022
Síðast breytt: 17.11.23