#
×

Velkomin á nýjan vef Handbókar skrásetjara Gegnis


Posted by: kristinlilja

Samhliða opnun nýja Gegnis (Alma) opnar nýr og endurbættur vefur Handbókar skrásetjara Gegnis. Uppbygging vefsins er á þá leið að í valmyndinni hér til hliðar er fyrst kafli sem fjallar um vinnulag í Alma kerfinu, síðan kemur kafli sem snýr almennt að skráningu samkvæmt RDA. Því næst koma kaflar um Marc 21 bókfræði, forða og nafnmyndir þar sem hvert og eitt marksvið á sína síðu með leiðbeiningum. Þessar síður er hægt að opna beint úr lýsigagnaritli Ölmu með því að smella á þrjá punkta aftast í hverju sviði og velja Upplýsingar um svið.

Skráning í Alma kerfið er MARC21 skráning og að mestu leiti eins og í Aleph en þó eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga þegar skráð er í nýja bókasafnskerfið:

  • Íslensk efnisorð fá nú síðari vísi 7 og deilisvið $$2 cil er bætt aftan við deilisvið $$a. Þetta er gert til þess að efnisorðin tengist í rétta nafnmyndaskrá.

  • Form of item, sæti 23 (bækur, tímarit, tónlist, hljóðbækur o.fl.) eða 29 (kort, kvikmyndir) í 008 þarf að vera o fyrir rafrænt efni. Ef þetta sæti er skilið eftir tómt telur Alma að um áþreifanlegt efni sé að ræða

  • Mannanöfn eru sótt í nafnmyndaskrá með F3

  • Íslensk mannanöfn raðast ekki eftir nafnliðum í deilisvið $$a, $$7 og $$1 heldur eru þau sett í einum streng í deilisvið $$a.

  • Staðlaður orðaforði í 33x sviðum, $$e í 1XX, 7XX, er valinn úr felliglugga sem birtist þegar byrjað er að skrifa inn í sviðið. Þessi felligluggi birtist einnig í sviði 264.

  • Svið 693 og 690 eru ekki lengur notuð fyrir ósamþykkt efnisorð. Efnisorð sem áður voru í sviðum 693 eða 690 hafa verið færð í svið 650

  • Ekki eyða neinum sviðum úr færslum sem eru nú þegar í kerfinu, jafnvel þó þið hafið ekki séð þau áður (á sérstaklega við um svið 035, 591, 995, 996)

  • Flýtihnappar eru ekki þeir sömu og í Aleph sem getur valdið ruglingi þegar byrjað er að vinna í Ölmu. 

Hafið í huga að vefurinn er enn í vinnslu. Ef þið rekist á eitthvað sem betur mætti fara eða þarf að bæta við má senda ábendingar á hask@landsbokasafn.is

Posted by: kristinlilja
Jun 8, 2022
Síðast breytt: 17.11.23