#
×

Svið 222 aflagt í tímaritaskráningu


Posted by: kristinlilja

Samkvæmt ákvörðun skráningarráðs á 138. fundi ráðsins hefur verið ákveðið að leggja niður svið 222 í tímaritaskráningu í Gegni.

Svið 222 – lykiltitill hefur verið notað í tímaritafærslum í Gegni, einkum vegna þess að í Aleph birtist sviðið sjálfkrafa við vistun serial færslu sem afrit af 245 sviðinu. Skrásetjari þurfti svo að laga sviðið í samræmi við leiðbeiningar í Handbók skrásetjara. Sviðið verður ekki til með þessum hætti í Ölmu.

Lykiltitill er einstakur titill tímarits, sem er ákvarðaður þegar ISSN númeri er úthlutað. ISSN númerum er útlutað á Landsbókasafni og þá er lykiltitill tímaritsins færður inn í gagnagrunn ISSN. Þegar það er gert er ekki farið yfir lykiltitilinn sem er í færslum í Gegni og því ekkert sem segir til um hvort þeir titilar sem eru nú þegar í sviði 222 stemmi í raun við ISSN skráninguna. Ekki eru uppi áætlanir um að tengja á milli Gegnis og ISSN gagnagrunnsins. Því er ekki hægt að ábyrgjast að þær upplýsingar sem nú eru í sviðinu séu réttar og ekkert er unnið með gögnin úr sviðinu. Þetta er því óþarfa skref í tímaritaskráningu og vinnusparnaður felst í að leggja sviðið niður.

Sviðinu verður ekki eytt úr eldri færslum en héðan í frá þurfa frumskráðar tímaritafærslur ekki að innihalda sviðið.

Posted by: kristinlilja
Mar 22, 2024
Síðast breytt: 17.11.23