#
×

Ný staðbundin svið og meiri upplýsingar í stuttum færslum


Posted by: kristinlilja

Nú er hægt að sjá ítarlegri upplýsingar úr bókfræðifærslum í leitarniðurstöðum í Ölmu.

additional_staff 

Nýju reitirnir eru Umfang (sýnir upplýsingar úr sviði 300) og Birtist í (sýnir upplýsingar úr sviði 773). Eins og þið sjáið er birtingin með aðeins öðrum hætti en á við önnur svið í stuttri færslu. Hér birtist eitt deilisvið og öllum upplýsingum er komið fyrir í því. Athugið að þetta er ekki bein birting á sviðum 300 og 773, heldur hafa upplýsingarnar þaðan verið afritaðar yfir í staðbundin 9XX svið sem hægt er að birta. Sjá betur í HASK
Sú ákvörðun var tekin að hafa aðeins eitt deilisvið í þessum staðbundnu sviðum því birtingin er læsilegri þannig

additional_staff_2
additional_staff_3
Þessi svið hafa nú verið keyrð í allar bókfræðifærslur og þau birtast sjálfkrafa við vistun nýrra færslna. Ekki er leyfilegt að fjarlægja þessi svið.

Til þess að sjá þessa reiti í leitarniðurstöðunum hjá ykkur þarf að velja tannhjólið og sérsníða ykkar dálka. Haka þarf í reitina sem þið viljið birta.

additional_staff_4

Posted by: kristinlilja
Feb 2, 2023
Síðast breytt: 17.11.23