#
×

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir aðgerðina F3 (að sækja nafnmynd)


Posted by: hallfridurk

Leiðbeiningar fyrir aðgerðina F3 (að sækja nafnmynd eða höfuð) hafa verið uppfærðar í samræmi við nýjustu vendingar í nafnmyndastjórn Gegnis. 

Athugið tvennt sérstaklega:

  • Leiðbeiningarnar innihalda tengil á kennslumyndband sem nýtist ykkur vonandi vel. Tengillinn er í textanum hér fyrir neðan og á viðeigandi stöðum í HASK
  • Landsbókasafn kallar eftir aðstoð ykkar við að finna tvöfaldar nafnmyndir í kerfinu. Sendið okkur póst á gegnir@landsbokasafn.is ef þið rekist á einstaklinga sem eiga sitthvora nafnmyndina í LCnames OG í höfðalista bókfræðifærslna. Sjá nánar hér fyrir neðan.

 

Uppfærðar leiðbeiningar um F3: 

Að sækja mannanöfn í nafnmyndaskrá
Nafn einstaklings er slegið inn í deilisvið a og nafnmyndin sótt með því að velja F3. 

F3 opnar nafnmyndaskrá Gegnis (CIL) og býður líka upp á að sækja nafnmynd í Library of Congress (LCNAMES) eða í höfðalista úr bókfræðifærslum:

F3 nafnmyndir

Sé nafnmyndin til í CIL á alltaf að velja þann möguleika, hvort sem um er að ræða erlent eða íslenskt nafn.
Sé nafnmyndin ekki til í CIL þarf að skoða hina flipana og velja á eftirfarandi hátt: 

Erlend nöfn: Ef um er að ræða erlent nafn, er LCNAMES opnuð og tengt við nafnmyndina þar. Ef sami aðili á aðra nafnmynd (annan streng en þann sem er í LCNAMES) í höfðalistanum á að velja nafnmyndina í LCNAMES. Til dæmis á höfundurinn Ann Cleeves nafnmyndafærslu í LCNAMES án ártals, en í höfðalista er höfuðið Cleeves, Ann, 1954-. Hér á að velja færsluna í LCNAMES.
Sjá myndband með leiðbeiningum

Sendið gjarnan póst á gegnir@landsbokasafn.is og látið vita af einstaklingum sem eiga nafnmynd í LCNAMES og eru einnig til í höfðalista með nafnmynd sem fellur ekki saman við nafnmyndina í LCNAMES. Skrásetjarar Landsbókasafns sjá um að sameina nafnmyndirnar.

Íslensk nöfn: Ef um er að ræða íslenskt nafn sem ekki finnst í CIL, er höfðalisti skoðaður og nafnið valið þar. Ef nafnið er hvorki í CIL né höfðalista er nafnið fært inn í bókfræðifærsluna í samræmi við skráningarreglur (nafn í $$a og ártöl í $$d). Skrásetjarar Landsbókasafns fara yfir nöfn í höfðalistum sem ekki eru tengd við CIL og búa til nafnmyndafærslur.

Ef þið rekist á íslensk nöfn í LCNAMES, sem ekki eru til í CIL, sendið póst á gegnir@landbokasafn.is

 

Posted by: hallfridurk
Jan 30, 2023
Síðast breytt: 17.11.23