#
×

Færslunúmer (MMS ID) í landskjarna og í safnakjörnum


Posted by: hallfridurk

Færslunúmer í nýja Gegni (MMSid eða metadata management system id) eru mismunandi eftir safnakjörnum.

Færslunúmer færslunnar í bókfræðigrunni (landskjarna) er númerið sem er vistað í sviði 001 í bókfræðifærslunni ef hún er opnuð í lýsigagnaritli eða ef full færsla er skoðuð.
Það númer endar alltaf á 6886 og er leitarbært í öllum safnakjörnum.

Þegar þið hins vegar skoðið leitarniðurstöður og stuttar færslur, birtir kerfið færslunúmer sem á aðeins við safnakjarnann ykkar, en er ekki leitarbært í öðrum safnakjörnum.

Rétt eins og í landskjarna, enda númer safnakjarnanna alltaf á tilteknu 4 tölustafa númeri:
6887 – Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
6888 – Listaháskóli Íslands
6889 – Háskólinn í Reykjavík
6890 – Heilbrigðisvísindasöfn
6891 – Háskólar landsbyggðarinnar
6892 – Grunnskólar
6893 – Almenningsbókasöfn
6894 – Stjórnsýslu- og sérfræðisöfn
6895 - Framhaldsskólar

Þegar við þurfum að ræða saman milli safnakjarna, um stakar færslur (t.d. á Vöndu eða öðrum vettvangi) er mikilvægt að nota landskjarnanúmer færslunnar. 

 

Posted by: hallfridurk
Jan 26, 2023
Síðast breytt: 17.11.23