Eftir sambandsleysi er aftur hægt að sækja færslur í NUKAT – samlag pólskra háskóla- og sérfræðisafna. NUKAT færslur finnast í flipanum „Polish library resources“ í „Leita í viðföngum“ í lýsigagnaritli Ölmu.
Ef einhver hlutverkaheiti eða gildi í 33X sviðum þýðast ekki yfir á íslensku væri gott að fá ábendingar um slíkt svo hægt sé að bæta þeim inn í þýðingarlistann. Þetta á bæði við um NUKAT og aðra gagnagrunna sem hægt er að sækja færslur í.
Glærur og upptökur frá Fræðslufundi skrásetjara sem haldinn var í Hátíðarsal Tækniskólans á Háteigsvegi 28. maí síðastliðinn eru nú aðgengilegar í Handbók skrásetjara á síðunni Fundir og upptökur
Fræðslufundur skrásetjara fer fram 28. maí kl. 9:00-12:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg
Dagskrá
9:00 Fundur settur
Þorsteinn Gunnar Jónsson formaður skráningarráðs
9:10 Sjálfvirk skráning á Landsbókasafni
Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir, Landsbókasafni
9:40 Efnisorð – Aldrei er góð vísa of oft kveðin
Ragna Steinarsóttir, Landsbókasafni
10:10 Safnfærslur – kynning á verklagi
Sigurgeir Finnsson, Landsbókasafni
10:20 Kaffihlé
10:50 Skráning á mismunandi letri / stafrófi
María Bjarkadóttir, Borgarbókasafni Reykjavíkur
11:20 Skyldur skrásetjara
Sigrún Hauksdóttir, Landskerfi bókasafna
11:40 Umræður og önnur mál
