Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Hvernig eru spænsk og portúgölsk mannanöfn skráð?

Svar:
Venjan er að spænsk og portúgölsk eftirnöfn samanstandi af eftirnafni föður og móður, getur líka verið eftirnafn eiginmanns (ekki algengt). Í daglegu máli nota Spánverjar oftast fyrra eftirnafn en Portúgalar síðara eftirnafnið.

Spænsk nöfn

Venjulega kemur eftirnafn föður á undan en það getur verið breytilegt.
Meginreglan er sú að spænsk nöfn raðast á fyrra eftirnafn.

Röð nafnliða:  Skírnarnafn - eftirnafn föður - eftirnafn móður eða eftirnafn eiginmanns
Framsetning nafnmyndar: Fyrra eftirnafn síðara eftirnafn, skírnarnafn

Dæmi:
Carlos Ruiz Zafón er skráður Ruiz Zafón, Carlos

 

Undantekningar frá reglunni er t.d. Pablo Ruiz Picasso en hann er þekktari undir sínu síðara eftirnafni.

Dæmi:
Pablo Ruiz Picasso er skráður Picasso, Pablo 

 

Nafnmyndaskrá spænska þjóðbókasafnsins

Portúgölsk nöfn

Venjan er að eftirnafn móður kemur á undan eftirnafni föður en það getur verið breytilegt. Meginreglan er sú að portúgölsk nöfn raðast á síðara eftirnafn.

Röð nafnliða:  Skírnarnafn - eftirnafn móður eða eftirnafn eiginmanns - eftirnafn föður
Framsetning nafnmyndar: Síðara eftirnafn, skírnarnafn fyrra eftirnafn

Dæmi: 
Sofia de Melo Breyner Andresen er skráð Andresen, Sofia de Melo Breyner

 

Skrá þjóðbókasafns Portúgals