Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Sóttar færslur

Úr leitarflipa í skráningarþætti er hægt að afrita færslur frá Library of Congress í Bandaríkjunum, Libris í Svíþjóð, Lindu í Finnlandi og Danbib í Danmörku. Færsluveiðar þessar eru án endurgjalds.
 
Samningur Landskerfis bókasafna um færsluflutninga úr OCLC hljóðar upp á fyrirfram ákveðið árgjald. Gjaldinu er í árslok deilt á söfnin í hlutfalli við notkun.
 
Þegar færslur eru fluttar í Gegni úr öðrum bókasafnskerfum þarf að samræma nafnmyndir (t.d. íslensk og erlend mannanöfn). Sækja þarf viðeigandi nafnmyndir í höfðalista. Sérstaklega er bent á að í sóttum færslum þarf að eyða punkti í enda mannanafnasviða. Þá þarf að sækja rétt hlutverk í höfðalista með F4.

Einnig er nauðsynlegt að yfirfara erlend efnisorð sem fylgja færslunum og lagfæra kóðasvið til samræmis við samþykktir skráningarráðs. Færslur sem vistaðar eru í Gegni skulu vera skráðar skv. RDA skráningarreglum.

 

Færslur frá Library of Congress, Libris, Lindu og Danbib

Lagfæringar fyrir hvern þessara gagnagrunna verða sjálfkrafa virkar þegar leitað er í viðkomandi grunni. Skrásetjarar verða einnig að yfirfara færslurnar gaumgæfilega, fletta öllum höfundum upp í höfðalista, sækja rétt hlutverk og leiðrétta villur sem kunna að leynast í færslunum áður en þær eru vistaðar í Gegni. Færslur sem vistaðar eru í Gegni skulu vera skráðar skv RDA skráningarreglum.

Leiðbeiningar um færsluflutning með Gegni (Z39.50 tenging)

 

Færslur frá OCLC

Veljið Vinnsla - Aðgerðir > Laga færslu > OCLC og smellið á Staðfesta. Aðgerðin er einungis fyrsta skref í lagfæringu á færslunni. Skrásetjarar verða að yfirfara færslurnar gaumgæfilega, fletta öllum höfundum upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá, sækja rétt hlutverk og leiðrétta villur sem kunna að leynast í færslunum áður en þær eru vistaðar í Gegni. Færslur sem vistaðar eru í Gegni skulu vera skráðar skv RDA skráningarreglum.

Leiðbeiningar um færsluflutning úr OCLC

 

Færslur frá Proquest

Hægt er að fá sendar Marcfærslur fyrir titla frá Proquest í tölvupósti. Skrásetjarar verða að yfirfara færslurnar gaumgæfilega, fletta öllum höfundum upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá, sækja rétt hlutverk og leiðrétta villur sem kunna að leynast í færslunum áður en þær eru vistaðar í Gegni. Færslur sem vistaðar eru í Gegni skulu vera skráðar skv RDA skráningarreglum.

Leiðbeiningar um færsluflutning frá Proquest

 

Síðast breytt: 15.03.2021