Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Hljóðrituð tónlist

Hljóðrit er sungin eða leikin tónlist, hljóðrituð og yfirfærð á aðgengilegt snið fyrir notendur. Hljóðrit geta verið í nokkrum mismunandi útfærslum, t.d. hljómdiskar (CD, MP3), hljómplötur (LP, EP), snældur og niðurhal af vef. Sama viðfangið getur líka komið út á fleiri en einnig útfærslu. Talað mál, náttúruhljóð og gervihljóð eru skráð sem hljóðbækur (HB)
 

Talað mál, tónlist, söngur

Erfitt getur reynst að greina á milli hljóðrita (MU) og hljóðbóka (HB) sem innihalda tónlist. Velja skal formatið MU þegar tónlistin er aðalatriði eða meirihluti efnis á viðfanginu, t.d. tónlistarævintýri. Ef aðalatriðið er talað mál eða meirihluti efnisins skal fremur velja formatið HB, t.d. barnaleikrit með tónlist og söng. Þetta getur oft verið á mjög gráu svæði.
 

Nokkur grundvallaratriði samkvæmt RDA

Aðalheimild lýsingar er diskurinn sjálfur, snældan eða hljómplatan. Annars eru upplýsingar teknar af hulstri viðfangs, kápu eða bæklingi. Eingöngu á að setja upplýsingar innan hornklofa ef þær eru fengnar annars staðar frá en af viðfanginu sjálfu (diski, hulstri, kápu eða bæklingi).
 

Helstu breytingar vegna RDA og endurskoðunar skráningar

▪ Hvert útgáfuform (CD, MP3, LP, EP, snælda) er skráð í sérstakri færslu.
▪ Eingöngu skal skrá ólík útgáfuform í sömu færslu ef þau eru saman í öskju.
Séríslenskt frávik frá RDA er að skrá viðföng á titil. Samkvæmt RDA má ekki skrá á flytjanda heldur á að skrá á skapara (tónskáld) og þá einungis ef tónskáld á aðild að öllum verkum á viðfanginu, annars skal skrá á titil. Með því móti væru viðföngin ýmist skráð á tónskáld (ef hann skapaði öll lögin á viðfanginu) eða titil (ef tónskáld skapaði næstum allt). Því lagði tónlistarhópurinn það til við skráningarráð og fékk samþykkt að tónlistarviðföng verði skráð á titli (eins og kvikmyndir). Í tveimur tilvikum má þó skrá viðfang á tónskáld:
▪ Tónskáld sígildra verka (t.d. óperur, óperettur, óratoríur, sinfóníur o.s.frv.) skal skrá í svið 100. Hins vegar ef fleiri en eitt klassískt tónskáld eiga verk á sama viðfanginu skal skrá á titil. Það má aldrei skrá á flytjanda.
 
▪ Íslensk tónverk eru greiniskráð hvort sem um klassísk verk, jass, dægurtónlist o.s.frv. er að ræða. Þá skal skrá tónskáld í svið 100 í greinifærslum, sjá leiðbeiningar um greiniskráningu laga.
 

Skammstafanir eru einskorðaðar við:

a) að þær séu settar fram á viðfanginu
b) tíma, mælieiningar o.fl. hefðbundnar skammstafanir
c) tegund forms (auðkenni) eins og CD, MP3, LP og EP sem verður áfram skammstafað í sviði 028 og 300
d) SATB (soprano, alto, tenor, bass)
 
Svigi, sem áður var settur utan um auðkenni í sviði 028, dettur út en í staðinn er auðkennið sett í deilisvið q
Nýtt vinnulag er tekið upp við skemmri skráningu á íslenskum og Íslandstengdum viðföngum til að auðvelda leit notenda og innheimtu Landsbókasafns á þessum viðföngum.


Aðrar breytingar samkvæmt RDA:

 

Svið          

Breytingar
008   Ef höfundarréttarár kemur fram á viðfanginu skal skrá það, bæði í 008 og 264 #4, og notaður kóðinn t
024 1# Strikamerki framleiðanda skal alltaf skrá sé það til staðar
028 00  Útgáfunúmer skal alltaf skrá sé það til staðar og jafnframt auðkenna útgáfuform í deilisviði |q
041 ?#  Nota skal deilisvið |d (kóði fyrir sungið mál) í stað deilisviðs |a. Einnig bætast við tvö ný deilisvið, |e (fyrir libretto) og |g (fylgiefni)
100 ?#  Skráning á tónskáld er einungis í tveimur undantekningartilvikum, sjá hér að ofan
245 ??  Viðföng eru skráð á titil (séríslenskt frávik).
Formgreining (deilisvið |h) er ekki notuð lengur
264 #? Kemur í stað sviðs 260. Jafnframt skal skrá höfundarréttarár og endurtaka sviðið með seinni vísi 4 (264 #4)
300 ##  Orðið hljómdiskur kemur í stað geisladisks
33? ##  Svið 336, 337 og 338 koma í stað formgreiningar
500 ##  Staðlaðar athugasemdir til að hjálpa notendum
700 ?2 Ef viðfangið er ekki greiniskráð, líkt og gert er með íslenska tónlist, þarf að tengja titil hvers lags aftan við nafnmynd og hlutverks hvers og eins skapara (tónskálds / höfundar söngtexta / höfundar óperutexta). Ef vitað er heiti frumtitils skal skrá hann hér fyrir aftan nafnmynd tónskáldsins.
740 #2  Notað fyrir óhöfundargreinda og þýdda titla hluta viðfangs
 

Stakir titlar innan viðfangs í sviði 700/710

Til að gera staka titla innan viðfangs leitarbæra þarf að skrá titil á frummáli eða þekktasta titil í deilisvið|t. Þegar sami einstaklingur/skipulagsheild á bæði lag og texta er fyrst sett hlutverkið tónskáld (composer) í deilisvið |e og síðan höfundur söngtexta (lyricist) / höfundur óperutexta (librettist). Ef margir einstaklingar deila með sér ábyrgðaraðild á tónverki er gott að raða þeim saman tónverk fyrir tónverk. Þetta gerir bæði einstaklinginn/skipulagsheildina og lagið sjálft leitarbært. Þetta getur orðið mjög viðamikið þegar um er að ræða ógreiniskráðar safnplötur eða hljóðrit með mörgum ábyrgðaraðilum.
 
Einungis skal nota deilisvið |t þegar um er að ræða tónskáld, höfunda óperutexta og höfunda söngtexta. Jafnframt þarf að greina, ef um marga flytjendur er að ræða, hver flytur hvaða lag. Það er hægt að gera í sviði 505, eins og áður var gert. Það má alls ekki tengja deilisvið |t við flytjanda. Þetta á einkum við um erlent efni, þar sem efni sem er útgefið á Íslandi eða er Íslandstengt (erlend útgáfa) er greiniskráð.
 

Vinnulag í 100/700/710 sviðum

Ágætt vinnulag er að telja ávallt upp hlutverk í sömu röð. Tónskáld (composer) skal alltaf koma á undan höfundur söngtexta (lyricist) / höfundur óperutexta (librettist) ef sami einstaklingur eða sama skipulagsheild uppfyllir þessi hlutverk. Einnig er gott að venja sig á þegar flutningur er skráður að láta flytjandi (performer) eða hljóðfæraleikari (instrumentalist) koma á undan t.d. útsetning (arranger) eða söngvari (singer).
 
Hlutverkið flytjandi (performer) er notað um skipulagsheild (hljómsveit o.s.frv.). Ef hlutverk tiltekinna meðlima skipulagsheildar er greint er notað hljóðfæraleikari (instrumentalist) og/eða söngvari (singer). Einstaklingur fær hlutverkið flytjandi (performer) þegar ekki er hægt að greina þrengra heiti.
 
Góð vinnuregla er að raða 7XX sviðunum í eftirfarandi röð í ógreiniskráðum viðföngum. Skrá fyrst ábyrgðaraðild sem á við allt viðfangið, s.s. flutning, útsetningu o.s.frv. Skrá síðan hvert og eitt lag fyrir sig og ábyrgðaraðildina sem því tilheyrir, óháð 7XX sviðum og vísum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að gleymist að skrá aukafærslur.
 
 

Heimildir:
ALA námskeið „Cataloging music resources in RDA“ sótt í maí 2015
RDA Toolkit – http://www.rdatoolkit.org/
 
Rósa Björg Jónsdóttir, Súsanna S. Flygenring og Vigdís Þormóðsdóttir tóku saman grunnskjal um skráningu hljóðritaðrar tónlistar
 
 
 
Síðast breytt: 14.06. 2016