Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Kort

Landakort eru birt með margskonar hætti, t.d. sem kortablöð, atlasar, hnattlíkön eða stafrænt efni. Kort gefin út í bókarformi fá formgreininguna MP og er miðað við að kort séu á næstum hverri blaðsíðu, t. d. ferðakortabækur og vegaatlasar.

 
Ýmis vandamál geta fylgt kortaskráningu, t.d. eru upplýsingar um ábyrgðaraðila, útgefendur og útgáfuár stundum ófullnægjandi eða þær vantar algjörlega. Oft er nauðsynlegt að skoða allt kortið til að finna helstu atriði, ekki bara titilreitinn. Stundum eru þau á umbúnaði kortsins. Það getur verið erfitt að velja aðaltitil því titlar geta verið fleiri en einn. Skilgreining ábyrgðaraðildar getur valdið heilabrotum, hvort um sé að ræða höfund eða kortagerðarmann eða bæði. Oft er það stofnun eða fyrirtæki sem býr til kortið. Á korti geta verið nokkur innskotskort sem eru í öðrum mælikvarða en aðalkortið. Ef um kortaseríu er að ræða þarf að ákveða hvort gera eigi eina færslu fyrir hana eða skrá hvert kort fyrir sig.
 
RDA skráningarreglunum fylgja ekki miklar breytingar á kortaskráningu miðað við eldri reglur. Skráningaratriði eru að mestu leyti sett fram með sama hætti og áður. Færsla byggð á RDA lítur þannig mjög svipað út og færsla byggð á AACR2. Helstu breytingar tengjast marksviðunum 246, 264, 336, 337 og 338.
 

Grundvallaratriði samkvæmt RDA:
Upplýsingar eru teknar upp eins og þær eru settar fram á viðfangi (sjá undantekningar um hástafanotkun samkvæmt samþykkt skráningarráðs).
Skammstafanir eru einskorðaðar við a) að þær séu settar fram á viðfanginu og b) tíma, mælieiningar og fleiri hefðbundnar skammstafanir.

 
Heimildir við gerð skjalsins RDA skráning á kortum:
Andrew, Paige G.,  Moore, Susan M. og Larsgaard, Mary. (2015). RDA and cartographic resources.
Chicago:  ALA.
RDA Toolkit – http://www.rdatoolkit.org/
 
Jökull Sævarsson og Hildur Gunnlaugsdóttir tóku saman grunnskjal um skráningu á kortum

 

 

Síðast breytt 04.04. 2016