Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Nafnmyndaskrá

Nafnmyndaskrá Gegnis inniheldur mannanöfn, heiti stofnana og fyrirtækja, landfræðileg efnisorð og íslensk efnisorð samkvæmt Kerfisbundnum efnisorðalykli. Nafnmyndaskráin byggist að mestu á gögnum í bókfræðigrunni (ICE01). Hér að neðan er gerð grein fyrir innihaldi nafnmyndaskrárinnar og afmörkun hennar samkvæmt gefnum skilyrðum.

1XX = valmynd / valorð
4XX = Sjá tilvísun (víkjandi nafnmynd / vikorð)
5XX = Sjá einnig tilvísun (innbyrðis tengsl)

Í nafnmyndaskrá Gegnis eru settar fram valmyndir / valorð sem nota ber sem höfuð við skráningu í bókfræðigrunn Gegnis. Einnig eru sett fram víkjandi nöfn og nafnmyndir / vikorð sem ekki á að nota og vísað á valmynd / valorð. Jafnframt sjást innbyrðis tengsl milli valmynda / valorða þar sem um þau er að ræða.

100 X# - Mannanöfn

Íslenskir höfundar ef þeim fylgir fæðingarár
Erlendir höfundar ef þeim fylgir sjá eða sjá einnig tilvísun (400X# / 500X# í nafnmyndaskrá)
Í bókfræðifærslum (ICE01) eru nafnmyndir mannanafna notaðar sem aðalhöfuð (100X#), aukahöfuð (700X#) og efni (600X4)

Dæmi:
100 4# $$aJakobína$$1Sigurðardóttir$$d1918-1994

Sjá tilvísun fylgir
100 4# $$aSteinn$$1Steinarr$$d1908-1958
400 4# $$aAðalsteinn$$1Kristmundsson$$d1908-1958

Sjá einnig tilvísun fylgir
100 4# $$aGestur$$d1864-1937
500 4# $$aGuðmundur$$1Björnsson$$d1864-1937

Sjá einnig tilvísun fylgir
100 4# $$aGuðmundur$$1Björnsson$$d1864-1937
500 4# $$aGestur$$d1864-1937

110 X# - Stofnanaheiti

Ef þeim fylgja sjá eða sjá einnig tilvísanir (410X# / 510X# í nafnmyndaskrá) 
Í bókfræðifærslum (ICE01) eru nafnmyndir stofnana notaðar sem aðalhöfuð (110X#), aukahöfuð (710X#) og efni (610X4)

Dæmi:
Sjá og Sjá einnig tilvísun fylgir
110 2# $$aLandsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
410 2# $$aNational and University Library of Iceland
510 2# $$aÞjóðarbókhlaða
 

150 #4 - Íslensk efnisorð samkvæmt Kerfisbundnum efnisorðalykli

Í bókfræðifærslum (ICE01) eru valorð samkvæmt Kerfisbundnum efnisorðalykli notuð sem efni (650#4)

Dæmi:
150 #4 $$aÍþróttafélög

Sjá tilvísun fylgir
150 #4 $$aHuldufólk
450 #4 $$aÁlfar

Sjá einnig tilvísun fylgir
150 #4 $$aÖrorkubætur
550 #4 $$aAlmannatryggingar$$wg

Í deilisviði w í sviði 550 getur staðið kóðinn g sem táknar víðara heiti 

151 ## - Efnisorð - landfræðiheiti

Ef þeim fylgja sjá eða sjá einnig tilvísanir (451## / 551## í nafnmyndaskrá)
Í bókfræðifærslum (ICE01) eru nafnmyndir landfræðiheita notaðar sem efni (651#4)

Dæmi:
Sjá tilvísun fylgir
151 ## $$aSri Lanka
451 ## $$aCeylon

Sjá einnig tilvísanir fylgja
151 ## $$aJúgóslavía
551 ## $$aBosnía-Hersegóvína
551 ## $$aKróatía
551 ## $$aSlóvenía
 

Fyrst um sinn munu skrásetjarar Landsbókasafns og Borgarbókasafns sjá um viðhald nafnmyndaskrár. Ábendingar um villur og það sem betur mætti fara óskast sendar á netfangið: gegnir(hjá)landsbokasafn.is

 

Síðast breytt: 12.02. 2013