Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Marksvið

Bókfræðilegar upplýsingar í Gegni eru skráðar í marksniði – samkvæmt bandaríska MARC 21 staðlinum. Við skráningu er vikið frá MARC 21 vegna séríslenskra þarfa sem lúta einkum að íslenskri mannanafnahefð, kóðun vegna upplýsinga um íslenska bóka- og hljóðritaútgáfu, danska Dewey flokkunarkerfinu og íslenskum efnisorðum. Svið sem innihalda frávik eru 039, 092, 100, 250, 260, 590, 597, 600, 690, 650 #4, 693, 694, 700, 710, 800. Gerð er grein fyrir séríslenskum frávikum í þessum kafla þar sem fjallað er um viðkomandi svið.

MARC 21 staðallinn er aðgengilegur á vef Library of Congress

Í MARC 21 er mismunandi marksnið fyrir:

Bókfræðifærslur (e. bibliographic records)

Vistaðar í bókfræðigrunni Gegnis = ICE01
Í þessari handbók er eingöngu fjallað um bókfræðifærslur

Nafnmyndafærslur (e. authority records)

Vistaðar í nafnmyndagrunni Gegnis = ICE10
Nafnmyndafærslur eru gerðar á Lbs-Hbs
Ábendingar gegnir@landsbokasafn.is

Forðafærslur (e. holdings records)

Vistaðar í forðagrunni Gegnis = ICE6X

Bókfræðifærsla – markfærsla skiptist í grófum dráttum í Leader, kóðasvið og svið:
Leader – 24 sæti (00-23): Innihalda einkum upplýsingar um færsluna.
Kóðasvið – 007, 008: Skráningarupplýsingar settar fram í kóðum (t.d. útgáfuland, tungumál rits). Kóðasvið eru mismunandi fyrir mismunandi efnisform (t.d. bækur, tónlist, myndefni).
Svið svarar oftast til þáttar í skráningartexta (t.d. svið 300 = umfang). Svið (e. field) er auðkennt með sviðstákni (e. tag) sem er þriggja stafa tala (t.d. 300).
Vísar: Sviðstákni fylgja tveir vísar (e. indicators). Þeir eru skilgreindir á mismunandi hátt eftir sviðum. Stundum eru báðir skilgreindir (t.d. 24514 = titill höfundargreinds verks, hefst á 4 táknum sem eru sniðgengin við röðun); stundum er einungis fyrri vísir skilgreindur (t.d 130 4# = samræmdur titill óhöfundargreinds verks, hefst á 4 táknum sem eru sniðgengin við röðun); stundum er einungis síðari vísir skilgreindur (t.d. 830 #4 = aukafærsla á ritröð, samræmdur titill hefst á 4 táknum sem eru sniðgengin við röðun) stundum eru báðir vísar óskilgreindir (t.d. 500 ## = almenn athugasemd).
Deilisvið: Hverju sviði er skipt niður í deilisvið (e. subfield). Deilisvið svarar oftast til atriðis innan þáttar í bókfræðilýsingu. Deilisvið er auðkennt með deilisviðstákni sem er $ eða $$ og einn lítill bókstafur (t.d. er $$a deilisvið fyrir aðaltitil í sviði 245).

Fyrsti stafur í sviðstákni er lýsandi fyrir innbyrðis samræmi í notkun sviða.

Dæmi:

1XX – Aðalhöfuð (e. main entry fields)
4XX – Ritraðir (e. series statement fields)
5XX – Athugasemdir (e. note fields)
6XX – Efni (e. subject access fields)
7XX – Aukafærslur (e. added entry fields)

Ógild tákn við röðun

Í titilsviðum er fjöldi ógildra tákna (bókstafir + orðabil – e. nonfiling characters) við röðun ýmist skilgreindur í fyrri eða síðari vísi. Þetta er dæmi um varasamt innbyrðis ósamræmi í staðlinum. Nauðsynlegt er að fletta upp í staðlinum eða hjálpartexta sviðsins (F2). Staðallinn MARC 21 er áreiðanlegri heimild en hjálpartextarnir.

Dæmi (? = ógilt tákn við röðun):

130 ?# – samræmdur titill óhöfundargreinds verks, höfuð
240 X? – samræmdur titill höfundargreinds verks
245 X? – aðaltitill
440 #? – ritraðartitill (sviðið er einungis notað ef ritröðin er þegar í Gegni, sjá 490 fyrir nýjar ritraðir)
630 ?X – titill sem efni
730 ?# – aukafærsla á samræmdan titil
740 ?# – aukafærsla á titil
830 #? - aukafærsla á samræmdan titil ritraðar 

Greinarmerki

Samkvæmt marksniði Gegnis, MARC 21, eru greinarmerki milli deilisviða sett í markfærsluna. Við skráningu í Gegni setur kerfið inn hluta af greinarmerkjunum – skrásetjari bætir þeim við sem vantar.

Hjálpargögn við að ákvarða greinarmerki eru einkum ISBD-staðlarnir.
Íslenska þýðingin á staðlinum fyrir lýsingu prentaðra bóka dregur nokkuð langt:
ISBD(M) : alþjóðlegur staðall um bókfræðilega lýsingu prentaðra bóka / IFLA, alþjóðasamband bókasafna ;
Skráningarnefnd gaf út ; [Sigbergur Friðriksson [þýddi]]. - Endurskoðuð útg. - Reykjavík : Þjónustumiðstöð bókasafna, 1992.
Sjá þar að auki aðra ISBD-staðla – Family of ISBDs
Dæmin í MARC 21 – koma að gagni (virðast þó stundum dálítið tortryggileg).

Dæmi úr Gegni

240 13 $$aIl nome della rosa.$$lÁ íslensku
245 10 $$aNafn rósarinnar /$$cUmberto Eco ; Thor Vilhjálmsson þýddi.
245 00 $$aSaga Reykjavíkur.$$n[2],$$pBærinn vaknar :$$b1870-1940 : síðari hluti /$$cGuðjón Friðriksson.
245 00 $$aSvæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1985-2005$$pHúsnæðismál.
245 00 $$aMávahlátur$$h[myndband] /$$ckvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson ; eftir skáldsögu Kristínar Mörju Baldursdóttur ; kvikmyndataka Peter Joachim Krause.

Nokkur tákn

Notkun þeirra í MARC 21
Notkun þeirra í lesmáli um marksniðið og hjálpartextum
Notkun í Gegni

Efstu fjögur táknin í töflunni hafa mismunandi merkingu eftir því hvernig þau eru notuð og hvar þau birtast. „Notað“ merkir hér að táknið sé notað við skráningu í Gegni.

 

 

Tákn 

 

Skýring

 

Notkun


 
Lóðstrik
(e. fill character)
(Alt Gr + <)  

Notað ef sæti í kóðasviði er ekki kóðað (e. no attempt to code) en ekki er heimilt að sætið sé autt
Getur birst sem afmörkun á deilisviði (e. subfield delimiter)


 
Uppfleygur
(Alt Gr + ´ + bil) 
 

Ekki notað við skráningu
Getur birst í stað eyðu, t.d. ef sæti í kóðasviði er autt
Getur birst sem orðabil í nákvæmri framsetningu stafastrengs 


 
Tvíkross 

Ekki notað við skráningu
Getur birst fyrir óskilgreindan vísi í útprenti markfærslu og í lesmáli  

Dollaramerki 

Ekki notað við skráningu
Getur birst sem afmörkun á deilisviði (e. subfield delimiter), getur einnig birst sem orðabil á undan deilisviði 

(R)  Heimilt að endurtaka
(e. repeatable)  

Birtist í texta um svið og deilisvið í MARC 21 og lesmáli um marksniðið

(NR)   Óheimilt að endurtaka
(e. not repeatable)   

Birtist í texta um svið og deilisvið í MARC 21 og lesmáli um marksniðið