Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Höfðalistar/flettilistar

Höfðalisti geymir nöfn manna, efnisorð, forlög o.fl. Úr höfðalista (F3 / F4) eða nafnmyndaskrá (Ctrl + F3) skal sækja viðeigandi nafnmyndir og færa í rétt marksvið. Nafnmyndir í höfðalista (F3) sem eru auðkenndar með AUT-hala koma úr nafnmyndaskrá. Í halanum kemur fram hvort um valmynd (1XX) eða víkjandi mynd (4XX) er að ræða.

Uppfærsla bókfræðigagna er ýmist virk (UPD=Y) eða óvirk (UPD=N). Virk uppfærsla táknar að valorð úr nafnmyndaskrá (1XX) yfirtekur vikorð (4XX). Ef uppfærsla er hins vegar óvirk er mögulegt að velja víkjandi nafnmynd (4XX).
Í flettilista birtist + (plús) fyrir framan víkjandi nafnmynd (4XX). Úr flettilista (F3) skal velja nafnmynd með AUT-hala fremur en halalausa nafnmynd.

 

nafnmynd með AUT-hala

 

Hægt er að skoða tilvísanir sem fylgja nafnmyndinni ef smellt er á Nánar hnappinn.
Þá opnast gluggi með tilvísun.

Tilvísanir sem fylgja nafnmyndinni

Mannanöfn

Uppfærsla mannanafna er virk (UPD=Y).

Efnisorð

Efnisorð úr Kerfisbundnum efnisorðalykli eru í sviði 650#4. Uppfærsla efnisorða án tilvísana er virk (UPD=Y). Uppfærsla efnisorða með tilvísunum er að mestu óvirk (UPD=N) þar sem mikil vinna er eftir við leiðréttingu tilvísana. Í flettilista er því að finna tilvísanir sem ekki eiga rétt á sér. Efnisorðaráð vinnur að endurskoðun tilvísana í nafnmyndagrunni og verða þær virkar (UPD=Y) eftir því sem vinnunni miðar.

Uppfærsla efnisorða með tilvísunum er að mestu óvirk (UPD=N)

Mannanöfn sem efni

Í flettilista (F3) mannanafna sem efni (600XX) sjást valmyndir með AUT-hala. Velja skal nafnmynd með AUT-hala fremur en halalausa nafnmynd.
Leit í nafnmyndaskrá (Ctrl + F3) er nauðsynleg til að velja nafnmynd með AUT-hala sem ekki hefur áður verið valin sem efni. Hnappurinn Sjá færslur gefur aðgang að undirliggjandi færslum þannig að unnt er að kanna hvort um rétta manneskju er að ræða.

Landfræðiheiti

Einungis fáein landfræðiheiti með tilvísunum. Uppfærsla er óvirk (UPD=N).

Stofnanaheiti

Einungis fáein stofnanaheiti með tilvísunum. Uppfærsla er óvirk (UPD=N).

Samræmdir titlar

Enn sem komið er eru fáir samræmdir titlar í nafnmyndaskrá.

Fyrst um sinn munu skrásetjarar Landsbókasafns og Borgarbókasafns sjá um viðhald nafnmyndaskrár. Ábendingar um villur og það sem betur mætti fara óskast sendar á netfangið gegnir@landsbokasafn.is
Sjá nánar um innihald nafnmyndaskrár