Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Skráningarsamvinna á Íslandi

Gegnir

Gegnir er miðlægt bókasafnskerfi sem ríflega 300 bókasöfn á Íslandi nota. Gegnir var tekinn í notkun árið 2003 og er rekinn af Landskerfi bókasafna hf. sem er fyrirtæki í eigu ríkisins og sveitarfélaga. Hugbúnaður Gegnis byggir á bókasafnskerfinu Aleph 500. Kerfið skiptist í eftirfarandi þætti: Aðföng/tímarit, skráningu, útlán, millisafnalán og stjórnunarþátt.

Umfjöllunin hér að neðan varðar einvörðungu skráningarþátt Gegnis.

Bókfræðileg skráning

Vinna við innleiðingu RDA skráningarreglnanna hófst í janúar 2015 og lauk formlega þann 20. maí 2016. Framvegis verður öll frumskráning í Gegni samkvæmt RDA. Bókfræðilegar upplýsingar í Gegni eru skráðar samkvæmt skráningarsniðinu MARC 21 hvort sem um er að ræða skráningu samkvæmt AACR2 eða RDA.

Skráningarráð Gegnis

Skráningarheimildir

Skyldur skrásetjara 

Greiniskráð tímarit - heildarlisti (uppfært des. 2020)
 
 

Síðast breytt: 13.01. 2021