Forðaskráning tímarita
Forðaupplýsingar segja til um staðsetningu tímarits og heildareign safns. Í svið 852 fara upplýsingar um staðsetningu, þ.e. safn, safndeild, flokkstala og athugasemdir um staðsetningu. Í svið 866 fara upplýsingar um forðann (árgangur og/eða ártal) og athugasemdir ef hann er óheill, t.d. ef árgang(a)/hefti vantar. Athugið að ekki má færa inn bæði prentforða og rafrænan forða í sömu forðafærsluna. Rafrænn forði er ALLTAF staðsettur í safndeildinni ELEC - þetta er forsenda þess að forðinn flytjist yfir á réttan hátt við kerfisskipti 2022
Forði opinn (tímarit í áskrift safns/lifandi): 1- (1960-)
Forði lokaður (tímarit hætt í áskrift safns/útkomu): 1-10 (1960-1969)
Göt eru í forða/eign: 1-10 (1980-1989); 14- (1993-)
Skráning forða
Til að skrá forða er skráningarfærsla viðkomandi tímarits opnuð í marksniði.
Velja þarf flipa 4. HOL færslur í neðri glugga.
Smella á hnappinn Ný færsla og síðan á Breyta
Þá opnast forðafærslan í færslusniði þar sem fylla þarf út svið 852 fyrir staðsetningu og 866 fyrir forða.
Laga forðafærslu
Til þess að laga forðafærslu sem til er fyrir þarf að velja viðeigandi færslu og smella á hnappinn Breyta.
Svið 856 fyrir rafrænan aðgang í séráskrift safns er skráð í forðafærslu.
Skráningarfærsla og forðafærsla
Forðafærsla fyrir prentforða
Forðafærsla fyrir rafræna séráskrift
852 ?# Staðsetning |
|
Fyrri vísir (1, 2 eða 4 eftir eðli staðsetningar. Fyrri vísir er auður ef það er engin staðsetning) Síðari vísir Deilisvið |
|
866 #0 Forði |
|
Fyrri vísir Síðari vísir Deilisvið |
|
856 4? Rafræn staðsetning |
|
Fyrri vísir Síðari vísir |
Tímarit prentað
Dæmi: 852 4# |b LBSHL |c ETK |j G2(523) 866 #0 |a 48-113 (1969-2004)
Tímarit í rafrænni áskrift (færsla fyrir rafrænt efni) Dæmi: 852 ## |b LBSHL |c ELEC
866 #0 |z Eingöngu í rafrænni áskrift 856 40 |u http://www.eaglehill.us/JONAonline/index.shtml |4 . |z Heildartexti - Háskóli Íslands (Eaglehill 2008-) |
Síðast breytt: 17.11.21