Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Forðafærslur fyrir rafrænar bækur í séráskrift / séreign

Fyrir rafbækur í séráskrift eða séreign safns er gerð forðafærsla, þ.e. rafræna aðgengið er skráð í sérstaka markfærslu (MARC format for holdings data) sem tengist bókfræðifærslunni.

Til að skrá rafrænan forða er bókfræðifærsla viðkomandi bókar opnuð í skráningarþætti.
Velja þarf flipa 4: HOL færslur í neðri glugga
Smella á hnappinn Ný færsla og síðan á Breyta.
Þá opnast forðafærslan í færslusniði þar sem fylla þarf út svið 852 fyrir staðsetningu og 856 fyrir forða.

Í svið 852 er skráðar upplýsingar um staðsetningu, þ.e. 5 stafa safnkóði (deilisvið |b), safndeild (deilisvið |c) og flokkstala (deilisvið |h), eftir því sem við á. Athugið að safndeild fyrir rafrænan forða er ALLTAF safndeildin ELEC - þetta er forsenda þess að forðinn flytjist yfir á réttan hátt við kerfisskipti 2022

Í svið 856 eru skráðar upplýsingar um áskrift og aðgengi, þ.e. veffang (deilisvið |u), birtingu í notendaviðmóti (deilisvið |4), upplýsingar til notenda (deilisvið |z) og skráarsnið (deilisvið |q)

Sé rafbók í opnum aðgangi eða aðgengileg gegnum Landsaðgang er ekki gerð forðafærsla heldur er tengill settur í svið 856 í bókfræðifærsluna

 

Skráningarfærsla og forðafærsla

forðafærsla

 

Forðafærsla

 fordiHAKHN

 

 

Síðast breytt: 15.11. 2021