#
×
Forsíða» Alma - kerfið»  Færsluveiðar
Færsluveiðar

Hægt er að afrita bókfræðifærslur úr erlendum bókasafnsskrám, s.s. Library of Congress í Bandaríkjunum, Norrænu bókasöfnunum, Þjóðbókasöfnum Spánar og Rússlands o.fl. Færsluveiðar þessar eru án endurgjalds.

Í hliðarstiku er valið: Viðföng -> Leita í viðföngum

Færsluveiðar1

Eða í lýsigagnaritli: Fletta og leita -> Leita í viðföngum.

Færsluveiðar2

Skrásetjari velur í felliglugga þá skrá sem hann vill leita í og færir inn leitaratriði eins og við á. Mögulegt er að leita í mörgum sviðum samtímis.

Faersluveidar
Einfaldast er að leita eftir ISBN númeri, en hafa þarf í huga að ef númerið finnst ekki, gæti þurft að slá það inn með bandstrikum. Einnig gæti ISBN leit skilað sama titli, en af annarri ytri gerð (t.d. rafbók í stað prentaðrar bókar). Skili ISBN leit ekki niðurstöðum getur borgað sig að prófa leita að titli.

Leitarniðurstöður birtast í nýjum glugga við hlið leitarviðmótsins. Hægt er að skoða fulla færslu með því að smella á „Skoða“. Hægt er að velja „Flytja inn“ bæði í stuttri og fullri færslu. Skoðið alltaf fulla færslu áður en þið veljið hana til innflutnings.
Þegar valið er „Flytja inn“ opnast færslan í lýsigagnaritli og er merkt „Nýtt“ í vinnslustikunni. Hér er færslan yfirfarin og unnin eins og við á, vistuð í landskjarna og pantanir, forði og eintök tengd við bókfræðifærsluna. 

hask flytja inn

 

hask flytja inn nýtt

Um leið og smellt er á "Skoða" keyrast sjálfvirkar lagfæringar á færsluna og þær fylgja með þegar færsla er flutt inn í kerfið og vistuð þar. Athugið þó að sjálfvirkar lagfæringar keyrast ekki á öll atriði sem þarf að huga að við skráningu. Hverja færslu þarf að yfirfara vel og vandlega og lagfæra handvirkt að einhverju marki.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við fullskráningu á innfluttum færslum:

  • Sömu reglur gilda um innfluttar færslur og þær sem frumskráðar eru í kerfinu - þær skulu skráðar skv RDA skráningarreglum í samræmi við ákvarðair skráningarráðs Gegnis
  • Skoðið alltaf viðvaranir sem kerfið gefur ef gölluð færsla er opin í lýsigagnaritlinum og lagfærið þau atriði sem þarf að laga
  • Lagfærið kóðasvið 007 og 008 til samræmis við samþykktir skráningarráðs
  • Sækið viðeigandi nafnmyndir í nafnmyndaskrá Gegnis (CIL) eða höfðalista, ef ekki er til nafnmynd. Sækið ekki nafnmyndir í nafnmyndaskrá LC (LCNAMES)
  • Færið inn íslensk efnisorð (CIL) eftir þörfum. Ekki þarf að eyða erlendum LoC eða MESH efnisorðum í $$a, en öðrum deilisviðum sem koma á eftir (t.d. $$x eða $$v) skal eyða. Oft innihalda þessi síðari deilisvið gagnlegar upplýsingar, t.d. landfræðilegar, og þá er rétt að gera nýtt efnisorð úr þeim upplýsingum
  • Efnisorð sem ekki eru CIL, LoC (síðari vísir 0) eða MESH (síðari vísir 2) skal eyða 
  • Hugið að stöðlun í heitum og kóðum í 33X sviðunum og í hlutverkaheitum í sviðum 100/700 og 110/710. Hér á eingöngu að nota samþykkt heiti sem sett eru fram í Handbók skrásetjara. Sjálfvirkar lagfæringar keyra inn rétt heiti í mörgum tilvikum, en ekki öllum. Athugið að hlutverkaheiti enda ekki á punkti  

 

Síðast breytt: 24.10.22