Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Leiðbeiningar um færsluflutning frá Proquest

Þegar efni er keypt/pantað frá ProQuest, er hægt að fá sendar Marcfærslur fyrir titlana í tölvupósti.

Það er gert á eftirfarandi hátt:

• Færið netfangið ykkar inn í pöntunarformið

• Hakið við Full MARC í Attach Files 

Klárið pöntun

Proquest1

Þá kemur tölvupóstur frá Proquest sem inniheldur annars vegar tengil á bókina/bækurnar og hins vegar tengil sem smellt er á til að hlaða Marcfærslunni niður (gulmerkt á mynd). Athugið að sá tengill virkar aðeins í takmarkaðan tíma (t.d. 28 daga eða í samræmi við leiðbeiningar ProQuest í tölvupóstinum)

Proquest2

Þegar smellt er á tengilinn sem inniheldur Marcfærsluna hleðst hún niður í Downloads-möppu á ykkar tölvu. Það má færa hana yfir í aðra möppu (t.d. ConvertIn undir AL500) og vista þar ef þið viljið fara þá leið.  

Þegar búið er að hlaða færslunni niður og vista, skal opna skráningarþátt Gegnis.

 • Veljið Flytja inn færslur.

• Finnið þá möppu sem færslan er vistuð í (Downloads, ConvertIn eða annað) og veljið viðeigandi skrá/r og smellið á Open.

• Yfirfærsluaðgerðin á að vera 2709 OCLC Conversion.

• Smellið á Yfirfæra hnappinn

Proquest3Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Færslan/færslurnar birtast og smellt er á Breyta til að flytja hana í skráningu. 

Proquest4Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Veljið Vinnsla - Aðgerðir > Laga færslu > OCLC og smellið á Staðfesta.  

Aðgerðin hér að ofan er einungis fyrsta skref í lagfæringu á færslunni. Aldrei má flytja bókfræðifærslur í Gegni án þess að yfirfara þær vandlega og aðlaga þær að þeim reglum sem gilda í Gegni. Skrásetjarar verða að yfirfara sóttar færslur gaumgæfilega, passa upp á að form færslu sé í samræmi við viðfangið (t.d. 007 og 3XX svið) fletta efnisorðum og mannanöfnum upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá eftir því sem við á, og leiðrétta allar villur sem kunna að leynast í færslunum.

 

Síðast breytt 17.03.2021