Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Leiðbeiningar um færsluflutning úr OCLC

Til þess að sækja færslur í OCLC þarf notandanafn og lykilorð. Landskerfi bókasafna úthlutar þeim samkvæmt samningi við aðildarsöfn Gegnis. Samningur Landskerfis bókasafna við OCLC um færsluflutninga hljóðar upp á fyrirfram ákveðið árgjald. Gjaldinu er í árslok deilt á söfnin í hlutfalli við notkun.

Aðferð við flutning á færslum:

1) Opnið slóðina http://connexion.oclc.org/ og sláið inn notandanafn og lykilorð.

OCLC1

2) Veljið Express

OCLC2

Einfaldast er að leita eftir ISBN númeri með Basic leit og smella á Search.

OCLC3

Ef leita þarf eftir öðrum atriðum eða tengja saman fleiri en eitt leitaratriði er farið í Advanced leit og síðan smellt á Search.

OCLC4

3) Veljið rétta færslu úr listanum sem birtist með því að smella á hana. Athugið að ef eingöngu er ein færsla sem uppfyllir leitarskilyrði opnast hún beint. 

OCLC5

Athugið að velja rétt format fyrir viðfangið. 

Færslur sem eru merktar PCC eða LCC eru í flestum tilvikum í samræmi við skráningarreglur í Gegni.


4) Færslan birtist. Veljið Export Only. 

OCLC6

Athugið að hægt er að flytja allt að 10 færslur í einu - það er gert með því að endurtaka skref 1-4 


5) Úr seinni fellivalmyndinni: veljið Download Export Files.

OCLC7

6) Hakið við rétta leit í listanum Bibliographic Records - í flestum tilvikum er það efsta leitin. Aðgangsorðið segir til um hver á leitina. Smellið síðan á Download hnappinn undir listanum. 

OCLC8

7) Þegar búið er að hlaða færslunni niður og vista, skal opna skráningarþátt Gegnis. 

  • Veljið Flytja inn færslur.
  • Finnið rétta ílagsskrá og smellið á Open.
  • Yfirfærsluaðgerið á að vera 2709 OCLC Conversion. 

Smellið á Yfirfæra hnappinn.

OCLC9

8) Færslan/færslurnar birtast og smellt er á Breyta til að flytja hana inn í skráningu. 

OCLC10

9) *Veljið Vinnsla - Aðgerðir > Laga færslur > OCLC og smellið á Staðfesta. 

Aðgerðin hér að ofan er einungis fyrsta skref í lagfæringu á færslunni. Aldrei má flytja bókfræðifærslur í Gegni án þess að yfirfara þær vandlega og aðlaga þær að þeim reglum um skráningu og efnisorðagjöf sem gilda á Íslandi. Skrásetjarar verða að yfirfara sóttar færslur gaumgæfilega, fletta öllum höfundum upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá og leiðrétta villur sem kunna að leynast í færslunum.

 

Síðast breytt: 24.03. 2020