Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Færsluflutningur með Gegni

Gegnissöfnin hafa aðgang að færsluveiðum án endurgjalds með Z39.50 tengingu. Aðgangurinn er bundinn við Danbib í Danmörku, Library of Congress í Bandaríkjunum, Libris í Svíþjóð og Lindu í Finnlandi.

Vakin er athygli á að aldrei má flytja bókfræðifærslur í Gegni án þess að yfirfara þær vandlega og aðlaga þær að þeim reglum um skráningu og efnisorðagjöf sem gilda á Íslandi. Skrásetjarar verða því eftir sem áður að yfirfara sóttar færslur gaumgæfilega, fletta öllum höfundum upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá og leiðrétta villur sem kunna að leynast í færslunum.

Aðferð við flutning á færslum:
1. Veljið leitarflipa í skráningarþætti. Athugið að ekki er hægt að nota flettileit. Notið „Finna“
2. Veljið úr fellilista fyrir gagnagrunna þann grunn sem leita á í. Í boði eru: Danbib, Library of Congress, Libris og Linda.
Ef línur fyrir þessa gagnagrunna birtast ekki í felliglugganum, hafið þá samband við Landskerfi bókasafna með því að senda tölvupóst á hjalp@landskerfi.is.

z39.50 1

3. Veljið leitarsvið á sama hátt og þegar leitað er í Gegni.
Einfaldast er að leita eftir ISBN númeri, en hafa þarf í huga að ef ISBN númer finnst ekki gæti þurft að slá það inn með bandstrikum (0-596-00357-9).

z39.50 2

Mögulegt er að leita í allt að þremur sviðum samtímis, en athugið að ekki er hægt að tengja saman leitir eftir á né heldur að raða leitarniðurstöðum.

4. Þegar rétt færsla hefur verið valin er henni ýtt yfir í skráningarþátt.

z39.50 3

Við það opnast færslan í skráningarþætti og fær EXT færslunúmer. Ekki er hægt að vinna með bókfræðifærslur sem hafa EXT númer og því er nauðsynlegt að afrita færsluna.

5. Veljið úr felliglugga Skráning > Afrita færslu eða notið flýtihnappinn Ctrl + N

z39.50 4

Ný færsla með NEW færslunúmeri opnast þá á skjánum.

6. Lokið EXT færslunni.

7. Færslur úr Z39.50 grunnum fá í einhverjum tilvikum rangt bókfræðiformat og þarf þá að velja rétt format fyrir viðkomandi færslu. Það er gert í Vinnsla > Breyta formati færslu.

z39.50 5

8. Lagfæringaferlar (Fix routines) fyrir hvern gagnagrunn verða virkir þegar leitað er í viðkomandi grunni. Því er ekki lengur nauðsynlegt að velja aðgerðina Vinnsla > Laga færslu.

9. Að þessu loknu er viðfangið skráð á hefðbundinn hátt, viðeigandi sviðum flett upp í höfðalista eða nafnmyndaskrá, viðfanginu gefið íslensk efnisorð og eintak tengt. Athugið að bæta þarf safnkóða safns sem skráir í svið 040.

 

Síðast breytt: 19.03.2020