Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Eldri fréttir

Beta-útgáfa af RDA Toolkit (31.01. 2019)

Nú stendur yfir endurskoðun á RDA skráningarreglunum af alþjóðlega RDA stýrihópnum. Fræðilegur grundvöllur reglnanna hefur breyst með tilkomu Library Reference Model sem hefur tekið við af FRBR hugtakalíkönunum.
 
Myndaður hefur verið starfshópur (RDA teymi) á vegum Landsbókasafns sem mun kynna sér breytingarnar. Í RDA teyminu sitja þær Andrea Dan Árnadóttir, Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir, Magný Rós Sigurðardóttir og Sóley Hjartardóttir.
 
Beta-útgáfa (prufu-útgáfa) af nýju reglunum er opin inni í RDA Toolkit sem allir skrásetjarar í Gegni hafa aðgang að í gegnum áskrift Landskerfis að RDA Toolkit. Notendanafn og aðgangsorð er það sama og áður.
 
Prufu-útgáfan er ennþá í vinnslu. Eldri útgáfan af reglunum er enn í gildi og verða allar breytingar sem varða skráningarmál hér á landi tilkynntar síðar.
Hægt er að finna leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn í prufu-útgáfuna af RDA Toolkit: https://www.youtube.com/watch?v=_skhm1LZEL8

 

Breytt vinnubrögð skrásetjara (07.11. 2018)

Eftir nýlegar gagnabreytingar í Gegni eru nú fæðingarár Íslendinga með bandstriki

- Sækja á nafnmynd með bandstriki og vista þannig
- Ávallt skal setja inn nýja nafnmynd með bandstriki 

Dæmi:

|a Sigrún |1 Eldjárn |d 1954-

 

Ritstjórn Handbókar skrásetjara Gegnis (06.03. 2018)

Svava Björnsdóttir skrásetjari Landsbókasafns bættist í hóp ritstjórnar handbókarinnar.
Í ritstjórninni sitja nú þær Hallfríður Kristjánsdóttir, Rósfríður Sigvaldadóttir, Sóley Hjartardóttir og Svava Björnsdóttir.

 

Ritstjórn handbókarinnar haustið 2016 (16.03. 2017)

Mannabreytingar urðu í ritstjórn handbókarinnar haustið 2016. Hildur Gunnlaugsdóttir og Magnhildur Magnúsdóttir létu af störfum en Hallfríður Kristjánsdóttir tók sæti í ritstjórn. Í ritstjórninni sitja nú þær Hallfríður Kristjánsdóttir, Rósfríður Sigvaldadóttir og Sóley Hjartardóttir. Einnig nýtur ritstjórnin aðstoðar reyndra skrásetjara við að uppfæra efni handbókarinnar.

 

AACR2 skráningarreglurnar merktar með gulum kassa (03.04. 2017)

Búið er að merkja gamlar AACR2 leiðbeiningar með gulum kassa. Guli kassinn þýðir það að leiðbeiningarnar á síðunni eiga ekki við um rda-skráningu.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að við dettum óvart inn í AACR2 reglurnar við RDA skráningu.
Kassinn lítur svona út:

AACR2

 

Nýr kafli Sóttar færslur (23.06. 2016) 

Kaflinn Sóttar færslur inniheldur leiðbeiningar um flutning og meðhöndlun á færslum úr erlendum gagnagrunnum.

 

Upptökur frá fræðslufundi skrásetjara (20.05. 2016)

Magnhildur Magnúsdóttir: Innleiðing RDA - samantekt (14 mín.)
Anna Kristín Stefánsdóttir: Lítil spor; fyrstu skrefin með RDA (12 mín.)
Hallfríður Kristjánsdóttir: Hlutverkagreining og fleiri nýjungar í skráningu (28 mín.) 
Sigrún Hauksdóttir: Lífið er svið, deilisvið og vísar (14 mín.)
Ragna Steinarsdóttir: Utan dagskrár (5 mín.)
Hildur Gunnlaugsdóttir: Litið um öxl (26 mín.)

 

Námskeið í skráningu á tónlist og nótum og í greiniskráningu (05.04. 2016)

1. Námskeið um skráningu á tónlist og nótum samkvæmt RDA reglunum.
Staður: Þjóðarbókhlaðan, kennslustofa á 4. hæð
Tími: Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 9.00 – 12.00
 
2. Námskeið í greiniskráningu samkvæmt RDA reglunum.
Staður: Promennt, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík
Tími: Mánudagur 2. maí 2016 kl. 9.00 – 12.00
 
Námskeiðin eru einungis fyrir þá sem lokið hafa RDA skráningarnámskeiði.
 
 

RDA - Utanumhald um íslenska útgáfu (16.03. 2016)

Við sækjum ekki lengur staðlaða mynd af nafni útgefanda með F4 heldur tökum upp það sem stendur á viðfangi í sviði 264.
Til þess að geta almennilega haldið utan um upplýsingar um íslenska útgáfu var ákveðið að skrásetjarar settu inn aukafærslu fyrir útgefanda í svið 700/710 sviðið og merktu hann sem publisher í deilisviði |e
 
Þetta á aðeins við um íslenska útgáfu.

 

Fréttir af innleiðingu RDA (08.02. 2016)

RDA Resource Description and Access = Lýsing viðfangs og aðgangur

Unnið er að innleiðingu RDA skráningarreglnanna samkvæmt áætlun.
RDA skráningarnámskeið verða haldin í febrúar, mars og apríl 2016. Allir starfandi skrásetjarar verða að sækja RDA skráningarnámskeið til að viðhalda skráningarheimild í Gegni. RDA námskeiðin eru gjaldfrjáls og sækir hver skrásetjari eitt tveggja daga námskeið.

 

Fréttir af innleiðingu RDA (11.11. 2015)

RDA (Resource Description and Access = Lýsing viðfangs og aðgangur)

Unnið er að innleiðingu RDA skráningarreglnanna samkvæmt áætlun.
 
RDA skráningarnámskeið verða haldin í febrúar og mars 2016. Þessi námskeið verða allir starfandi skrásetjarar að sækja til að viðhalda skráningarheimild sinni. Námskeiðin eru gjaldfrjáls og þarf hver skrásetjari að sækja eitt tveggja daga námskeið.
  
 

Fréttir af innleiðingu RDA (30.06. 2015)

RDA (Resource Description and Access)

Unnið verður að innleiðingu RDA-skráningarreglnanna samkvæmt innleiðingaráætlun.
Til að byrja með sést RDA skráning fyrst og fremst í færslum sem eru sóttar í erlenda gagnagrunna. Vefurinn RDA Toolkit  inniheldur RDA-skráningarreglurnar í heild sinni, ýmsan fróðleik um RDA og er í stöðugri þróun.