Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

852 – Staðsetning (R)

AACR2

Þetta svið er ekki lengur notað í Gegni

Svið 852 - staðsetning (location) í skráningarfærslum er arfur úr gamla Gegni. Í færslum ættuðum þaðan eru í þessu sviði ýmist tveggja eða þriggja stafa samskrártákn þeirra safna sem áttu aðild að samskrá gamla Gegnis. Þar kom fram í bókfræðifærslunni hvaða söfn áttu efnið. Upplýsingar um eign aðildarsafna nýja Gegnis eiga einvörðungu heima í eintaksfærslu eða forðafærslu ásamt upplýsingum um staðsetningu innan safns.

Svið 040 (safn sem skráir) er fyrir upplýsingar um uppruna færslu - hvaða safn stofnaði færsluna ($a), hvaða safn sótti færsluna í OCLC ($d), hvaða safn / söfn betrumbættu hana ($d). Svið 040 segir ekki til um eign / staðsetningu.