Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

041 – Tungumál (R)

AACR2

Notað með sviði 008 (sæti 35-37) til að gera frekari grein fyrir tungumálum rita og annarra gagna, þegar um er að ræða þýdd verk, verk á tveimur eða fleiri tungumálum og ef verk inniheldur útdrátt eða hluti verksins er á öðru tungumáli en aðalhlutinn. Einnig notað fyrir tungumál skjátexta og talsetningu myndefnis sem er á tveimur eða fleiri tungumálum. Ekki notað fyrir texta, tal eða söng á einu tungumáli. Í þetta svið má eingöngu setja kóða, ekki texta. Sjá kóða í marksniði.

 

Prentaður texti - FMT = BK, GR, SE, MU (nótur)
Hljóðrit – FMT = MU, HB
Fyrri vísir

0 Verkið er ekki þýðing / inniheldur ekki þýðingu
1 Verkið er þýðing / inniheldur þýðingu

Síðari vísir

# Óskilgreindur

Helstu deilisvið:

$$a Tungumál aðalhluta (R)
$$b Útdráttur ef tungumál er annað en tungumál aðalhluta (R)
$$d Sunginn eða talaður texti (R)
Notað í OCLC færslum. Í Gegni hefur verið hefð að greina í $$a
$$e Librettos (prentaður texti óperu, óperettu eða óratóríu) (R)
$$h Frummál (ekki millimál sem þýtt er úr) (R)
$$g Fylgiefni, annað en libretto (R)

Deilisvið geta verið fleiri – sjá MARC 21

 


Myndefni - FMT = VM

Fyrri vísir
0 Verkið er ekki þýðing / inniheldur ekki þýðingu
1 Þýðing – notað ef skjátexti er þýðing

Síðari vísir
# Óskilgreindur

Helstu deilisvið:
$$a Tungumál tals (R)
$$b Tungumál skjátexta ef tungumálið er annað en tals (R) 

Tungumálakóðarnir mul og und

Tungumálakóðinn mul = mörg tungumál. Ef tungumálakóðinn mul er settur í svið 008 þarf alltaf að gera frekari grein fyrir tungumálum rits / gagns í sviði 041.
Tungumálakóðinn und = tungumál óþekkt.

Jafnt vægi tungumála í riti / gagni

Ef vægi tungumála er jafnt, fer tungumálakóðinn mul í svið 008 og í sviði 041 er $$a endurtekið fyrir hvert tungumál. Kóðarnir raðast í stafrófsröð.

Eitt tungumál hefur meira vægi en annað tungumál í riti / gagni

Þá er það tungumál greint í sviði 008 og fremst í sviði 041, aðrir tungumálakóðar raðast annaðhvort eftir vægi tungumáls í riti eða í stafrófsröð ef vægið er jafnt.

Rit / gagn á fleiri en sex tungumálum

Þá má setja kóðann mul í svið 008 og í sviði 041 kemur fyrst tungumálakóðinn fyrir fyrsta titil rits / gagns og svo tungumálakóðinn mul.

Athugasemd um tungumál er sett í svið 546. Athugasemd um útdrátt á öðru tungumáli en aðalhluta er sett í svið 500.

 

Prentaður texti - verk á tveimur eða fleiri tungumálum, $$a er endurtekið fyrir hvert tungumál

Dæmi:
Eitt tungumál hefur meira vægi en önnur. Aðaltungumál er sett í svið 008
008 - sæti 35-37 = dan
041 0# $$adan$$aeng$$ager$$anor$$aswe
546 ## $$aTexti á dönsku, ensku, þýsku, norsku og sænsku.

Dæmi:
Tungumálin hafa jafnmikið vægi, kóðinn mul í svið 008, $$a er endurtekið fyrir hvert tungumál og kóðarnir í stafrófsröð

008 - sæti 35-37 = mul
041 0# $$adan$$aeng$$ager$$aice
546 ## $$aTexti á íslensku, ensku, þýsku og dönsku
 

 

Prentaður texti - útdráttur á öðru tungumáli en aðaltexti rits
Tungumálakóði aðaltexta fer í $$a og tungumálakóði útdráttar í $$b

Dæmi:
008 - sæti 35-37 = mul
041 0# $$adan$$aice$$beng
500 ## $$aÚtdráttur á ensku
546 ## $$aTexti samhliða á íslensku og dönsku
 

 

Prentaður texti – þýðingar
Tungumálakóði texta fer í $$a og tungumálakóði frumtexta í $$h

Dæmi:
Verk á íslensku, þýtt úr norsku
008 - sæti 35-37 = ice
041 1# $$aice$$hnor
546 ## Á frummáli: Hudløs himmel

Dæmi:
Verk á íslensku, þýtt úr þýsku og frumtextinn fylgir með
008 - sæti 35-37 = mul
041 1# $$aice$$ager$$hger
546 ## Á frummáli: Die Verwandlung
546 ## Texti á íslensku og þýsku

Dæmi:
Íslenskt verk, þýtt úr sænsku yfir á norsku, millimálið (sænska) ekki kóðað 
008 - sæti 35-37 = nor
041 1# $$anor$$hice
546 ## $$aÁ frummáli: Mávahlátur
546 ## $$aÞýtt úr sænsku

Dæmi:
Þýskt verk, þýtt úr dönsku yfir á íslensku, millimálið (danska) ekki kóðað
 
008 ## - sæti 35-37 = ice
041 1# $$aice$$hger
546 ## $$aÞýtt eftir danskri þýðingu: Skytsengel på pröve
546 ## $$aÁ frummáli: Der Schutzengel

Orðabækur
Orðabók á íslensku og einhverju öðru tungumáli
– þá er erlenda tungumálið kóðað í 008 og fremst í 041
Orðabók á tveimur eða fleiri erlendum tungumálum
– þá er tungumálið sem við getum hugsað sem fjær / fjærst okkur kóðað í 008 og fremst í 041, aðrir kóðar í stafrófsröð
Skýring í 546 ef þörf krefur

Dæmi:
Íslensk – spænsk orðabók

008 – sæti 35-37 = spa
041 0#  $$aspa$$aice

Dæmi:
Þýsk –  íslensk, íslensk –  þýsk orðabók

008 – sæti 35-37 =  ger
041 0#  $$ager$$aice
546 ##  $$aÞýsk - íslensk og íslensk - þýsk orðabók

Dæmi:

Ensk –  kínversk orðabók
008 – sæti 35-37 = chi
041 0#  $$achi$$aeng
546 $$  $$aEnsk - kínversk orðabók

 

Myndefni – VM - tungumálakóði tals fer í $$a og tungumálakóði skjátexta í $$b
Nauðsynlegt er að skoða myndefni til að ákvarða tungumál tals og skjátexta. Upplýsingum á umbúðum er ekki treystandi

Dæmi:
Mynddiskur með íslensku tali og enskum skjátexta

008 – sæti 35-37 = ice
041 1# $$aice$$beng
546 ## $$aÍslenskt tal
546 ## $$aEnskur skjátexti

Dæmi:
Hægt að velja um tungumál tals og skjátexta
Tungumál tals í $$a og skjátexta í $$b
Upprunatungumál í 008
Fyrsti kóði í 041 $a = kóði í 008
008 – sæti 35-37 = ice
041 1# $$aice$$ager$$bdan$$beng$$bfre
546 ## $$aHægt að velja tal á íslensku eða þýsku
546 ## $$aHægt að velja skjátexta á ensku, dönsku eða frönsku

Dæmi:
Talsetning á nokkrum tungumálum
Upprunatungumál í 008
Fyrsti kóði í 041 $a = kóði í 008

008 – sæti 35-37 = eng
041 0# $$aeng$$afre$$aita$$arus$$aspa
546 ## $$aHægt að velja tal á ensku, frönsku, ítölsku, rússnesku eða spænsku

Dæmi:
Þegar talsetning er á fleiri en sex tungumálum má setja kóðann mul í 008
Upprunatungumál í $$a
Matsatriði hvort / hversu mörg önnur tungumál eru kóðuð eða mul  
Tungumál skjátexta í $$b
008 – sæti 35-37 = mul
041 0# $$aeng$$amul$$beng
546 ## $$aHægt að velja tal á ensku, dönsku, finnsku, grísku, ítölsku, portúgölsku, sænsku eða tékknesku
546 ## $$aEnskur skjátexti

Dæmi:
Þegar hægt er að velja um skjátexta á mörgum tungumálum má setja kóðann mul í $b

Talsetning á nokkrum tungumálum
Upprunatungumál í 008 
008 – sæti 35-37 = eng
041 1#  $$aeng$$afre$$ager$$aspa$$bmul
546 ##  $$aHægt að velja tal á ensku, frönsku, spænsku eða þýsku
546 ## $$aHægt að velja skjátexta á dönsku, finnsku, frönsku, hollensku, norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku eða þýsku

 

Hljóðrit - MU, HB

Tungumálakóði söngs er settur í $$d og tungumálakóði fyrir meðfylgjandi prentaðan texta (libretto) í $$e
008 – sæti 35-37 = mul
041 0# $$dita$$deng$$eita$$eeng
245 10 $$aAndrea$$h[hljóðrit] /$$cAndrea Bocelli.
300 ## $$a1 geisladiskur (CD) +$$ebæklingur með textum (20 s. ; myndir).
546 ## $$aLagatextar á ítölsku og ensku eru í bæklingi.

Nótur, enginn sunginn texti og tungumálakóði fyrir meðfylgjandi prentaðan texta (ekki libretto) á þýsku og ensku settur í $$g
008 – sæti 35-37 = und
041 0# $$gger$$geng
245 10 $$aKlavierkonzert Nr. 5 Es-dur, Opus 73$$h[nótur]
300 ## $$a118, 18 s. í öskju :$$bnótur, ljósprent ;$$c25 x 33 sm.
500 ## $$a118 s. eru ljósprent af handriti.
546 ## $$aCommentary (18 p. at end) in German and English.

Hljóðbók - þýsk þýðing á íslensku verki, lesin
008 – sæti 35-37 = ger
041 1# $$dger$$hice
245 10 $$aGletschergrab$$h[hljóðbók] /$$cArnaldur Indriðason ; aus dem Isländischen von Coletta Bürling und Kerstin Bürling ; Ulrich Pleitgen liest.
546 ## $$aÁ frummáli: Napóleonsskjölin

 Síðast breytt: 21.12.2012